Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðs kvenna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina á NEVZA mótið í IKAST sem er 18.-20. október næstkomandi og fyrir undankeppni EM U18 sem er í Falköping 27.-30. október næstkomandi.

Tveir efnilegir Þróttarar fara til Ikast en það eru þær Eldey Hrafnsdóttir og Dana Gunnarsdóttir, og þrír Þróttarar taka þátt í undankeppni EM, en það eru Eldey Hrafnsdóttir, Elísabet Nihen Yen Huynh og Tinna Sif Arnarsdóttir.

Þjálfari þeirra í 3. flokki hjá Þrótti, Erla Bjarný Jónsdóttir verður með þeim í för, en hún er einnig aðstoðarþjálfari unglingalandsliðanna.

Vel gert stúlkur, gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur.

U17 Nevza http://www.bli.is/is/frettir/u17-hopar-til-ikast-valdir

U18 undankeppni EM http://www.bli.is/is/frettir/em-lid-u18-kvenna