Sex ungir piltar hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild og eru þeir nú samningsbundnir félaginu út keppnistímabilið 2021.

Strákarnir eru ýmist fæddir 2003 eða 2004 og eru hluti af hópi framtíðarleikmanna Þróttar í þessum aldursflokki en þeir hafa jafnframt verið að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ og landsliðsúrtaki.  Þeir sem nú skrifa undir samninga eru Albert Elí Vigfússon, Arnaldur Ásgeir Einarsson, Brynjar Gautur Harðarson, Daníel Karl Þrastarson, Emil Skúli Einarsson og Kári Kristjánsson.  Það er yfirlýst stefna Þróttar að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til að þróast sem einstaklingar og leikmenn innan félagsins og slíkum samningnum er ætlað að setja ákveðnar skyldur á báða aðila sem fylgst verður með að verði uppfylltar.  Vel er fylgst með fleiri leikmönnum, bæði stúlkum og drengjum, og framförum þeirra og þróun innan félagsins og má vænta gerð fleiri slíkra samninga við unga leikmenn Þróttar á næstu mánuðum.  Lifi……!