Úrslit í 9.umferð í hraðskákinni.

Níunda umferð í „Stigamóti Þróttar 2017“ var tefld á þriðjudagskvöld og urðu úrslitin sem hér segir. Þeir Davíð og Júlíus urðu jafnir og efstir með 5,5 vinninga, í þriðja sæti varð Sigurður með 4,5 vinninga, í fjórða sæti varð Jón H. með 4 vinninga og í fimmta sæti Gunnar með 3 vinninga.

Tefldar voru sjö umferðir. Eftir 9 umferðir hefur Júlíus aukið forskot sitt og er með 47,5 stig, Óli Viðar er með 35,5 stig í öðru sæti og í þriðja sæti er Kjartan með 27,5 stig.

Næst verður teflt 14.mars.