Úrslit í „Stigamóti Þróttar 2017“

10. umferðin í hraðskákmóti Þróttar var tefld á þriðjudag og urðu úrslitin sem hér segir: Davíð varð efstur með 6 vinninga en tefldar voru 7 umferðir.

Jafnir í öðru til þriðja sæti, með 5 vinninga, voru þeir Kjartan og Óli Viðar og í fjórða til sjötta sæti, með 3 vinninga, voru þeir Gunnar, Helgi og Jón H.

Þegar 10 umferðir hafa verið tefldar og aðeins þrjár eru eftir er Júlíus efstur með 47,5 stig, Óli Viðar annar með 41 stig og Kjartan í þriðja sæti með 32 stig.

Næst verður teflt 28.mars.