Ágæti Þróttari, nú leitum við til áhugasamra um að koma að starfi í blakdeild félagsins í karlaflokkum.   Síðastliðin vetur vorum við í samstarfi með Fylki í meistaraflokki karla en nú er ætlunin að tefla fram liði einungis í nafni Þróttar og vantar sárlega áhugasama einstaklinga til að aðstoða við fjölbreytt og skemmtilegt starf innan deildarinnar.  Þeim sem áhuga hafa er bent á að setja sig í samband við Ótthar framkvæmdastjóra, otthar@trottur.is