Willum verður næsti gestur okkar.

Það verður enginn annar en Willum Þór Þórsson Þjálfari KR og fyrrverandi þjálfari Þróttar, sem verður gestur okkar á „Lambalæri að hætti mömmu“

n.k. föstudag 17.mars kl.12.00. Willum hefur víða komið við bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur örugglega frá mörgu að segja.

Þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610 taka við skráningum fram að hádegi miðvikudaginn 15.mars.

Allir eru velkomnir, Þróttarar og ekki Þróttarar.

 

HM-hópurinn