Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar fordæmir ummæli sem látin voru falla í gærkvöldi um leikmann Þróttar á HaukarTV í útsendingu á leik Hauka og Þróttar í Inkasso deild karla. 

Framkoma annars lýsanda leiksins var með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.

Knattspyrna er leikur án fordóma og fyrirlitning, mismunun og niðurlæging á grundvelli kynþáttar, litarhátts og stöðu að öðru leyti á sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.

Málið hefur verið sett í réttan farveg innan KSÍ. 

Þróttur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra. 

Þróttur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ