Kæru foreldrar

 

Nú fer frístundarútan að fara af stað aftur eftir jólafrí. Rútan hefur verið styrkt af Reykjavíkurborg að hluta til og hafa félögin (Þróttur og Ármann) sem reka rútuna saman greitt svo fyrir það sem uppá hefur vantað. Í haust var tekin ákvörðun um að rukka foreldra fyrir notkun á rútunni sökum þess að birgði félaganna hafði þyngst verulega með hverju ári og ekki hefði verið mögulegt að standa undir kostnaðinum áfram. Flestir foreldrar sýndu þessu mikinn skilning og við þökkum foreldrum fyrir að sýna þessu skilning en einmitt þess vegna getur rútan gengið áfram.

“Undanfarin ár hefur rútan verið að kostnaðarlausu fyrir foreldra. Rútan hefur verið styrkt af Reykjavíkurborg að hluta til og hafa félögin greitt svo fyrir það sem uppá hefur vantað. Birgði félaganna hefur þyngst verulega með hverju ári og er nú svo komið að ekki er mögulegt fyrir þau að standa undir þessum kostnaði lengur. Var því tekin ákvörðun um að rukka foreldra fyrir notkun á rútunni í stað þess að leggja hana niður”.

 

Eitt gjald er fyrir þá sem nota rútuna óháð því hversu margar ferðir eru nýttar. Gjaldið verður 7.000 krónur fyrir önnina og skráning í hana fer fram í gegnum skráningasíðu félagsins eins og áður, https://trottur.felog.is. Skráning fer þannig fram að tími ferðar og frístundaheimili er valið og þar er valmöguleiki um að velja ferðadaga. Ef barnið þarf að taka fyrri rútu einn daginn og seinni rútu annan, vinsamlegast hafið samband með tölvupósti.  Afskráningar í rútuna og breytingar þurfa að berast í tölvupósti til íþróttastjóra Þróttar, jakob@trottur.is.

 

Athugið að allar skráningar frá haustönn gilda ekki yfir á vorönn. Því er mikilvægt fyrir alla sem hafa hug á að nýta sér þjónustuna áfram að klára skráningu fyrir vorönn á skráningarsíðum félaganna.

 

Athugið að allar breytingar þurfa að berast til Jakobs frá foreldrum varðandi rútuferðir almennt, ef um einstaka forföll er að ræða, þá þarf að tilkynna það til frístundaheimilis. Ef breytingar eru á æfingatíma barna, þau færast á milli hópa eða æfingatími hópsins breytist, þá þarf að tilkynna það í fyrrgreind netföng.

 

Rútan fer aftur af stað mánudaginn 6. janúar samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

 

Fyrri ferð

Brottför frá Vogaseli 14:20

Brottför frá Langholtsskóla 14:30

Brottför frá Laugarseli 14:40

 

Seinni ferð

Brottför frá Vogaseli 15:15

Brottför frá Glaðheimum 15:25

Brottför frá Laugarseli 15:35

 

Við viljum biðja ykkur um að lesa eftirfarandi reglur vel ef þið ætlið að nýta ykkur þjónustuna, það er mjög mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu á hreinu.

 

Nýskráning í rútuna þarf að berast í síðasta lagi fyrir 9:00 mánudaginn 6. janúar til þess að barnið geti byrjað að fara með rútunni í vikunni 6.- 10. janúar. Þegar barnið hefur verið skráð þá gildir sú skráning fram að sumri. Þetta á svo við um skráningar í rútuna hér eftir, skráning þarf að berast í síðasta lagi fyrir 9:00 mánudaginn í vikunni sem ferðir eiga að hefjast. Vinsamlegast óskið ekki eftir undantekningu á þessari reglu. Þessi vinnuregla hefur verið tekin upp með öryggi barnanna að leiðarljósi.

 

Mjög mikilvægt er að láta starfsfólk frístundaheimilanna vita ef barn sleppir æfingu, þetta er hægt að gera með því að hringja eða senda tölvupóst á frístundaheimilið. Ef um stuttan fyrirvara er að ræða, hringið þá frekar. AthugiðEKKI er nóg að senda barnið með þessar upplýsingar.

 

Ef barn byrjar að æfa nýja íþrótt og fer með frístundarútunni, er mjög æskilegt að foreldri verði búið að fylgja barninu a.m.k. einu sinni áður, jafnvel oftar hjá yngstu börnunum, áður en farið er með rútunni. Brýnið fyrir börnunum hvert þau eiga að fara í klefa og þ.h.

 

Starfsmaður frístundaheimilanna fylgir börnunum í rútunni.

Að lokum vonumst við eftir áframhaldandi góðu samstarfi og bendum ykkur á að koma með athugasemdir til undirritaðra eftir því sem við á.

 

F.h. Þróttar

Jakob Leó Bjarnason jakob@trottur.is