Stjórn handknattleiksdeildar Þróttar hefur ákveðið að gefa stúlkum sem skrá sig nýjar inn á æfingar og eru í árgöngum 2007-2010 (6. og 7.flokkur) frítt að æfa handbolta fram að áramótum.

Með því að gefa stúlkunum frítt að æfa er ætlunin að hvetja enn frekar ungar stúlkur til þátttöku í handbolta en verulega hefur hallað á fjölda stúlkna gagnvart drengjum í yngri flokkunum.

Við hjá Þrótti hvetjum allar stelpur til að mæta og prófa handboltaæfingar hjá félaginu en æfingatafla þessara árganga er eftirfarandi:

Mánudagar        16:00-17:00 Laugardalshöll

Miðvikudagar    16:00-17:00 Laugardalshöll

Fimmtudagar     16:20-17:20 Íþróttahús MS

Þjálfari er Auður Þórðardóttir, audurbroa@gmail.com

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við íþróttastjóra Þróttar í netfanginu thorir@trottur.is