Guðný S. Marinósdóttir, 1961-, tengdist Þrótti þegar börn hennar, Arna og Rafn Andri hófu æfingar hjá félaginu í yngstu flokkunum.  Hún er einn af ötulustu starfsmönnum ReyCup-móts Þróttar.  Þar starfaði hún í framlínunni í heil 10 ár.  Hún var rekstrarstjóri í nokkur ár, auk þess að vera í mótsstjórn lengst af og mótsstjóri í eitt tímabil.  Guðný starfaði árum saman við veitingasöluna á heimaleikjum meistaraflokka bæði karla og kvenna auk landsleikja og tónleika á Laugardalsvelli.  Hún tók einnig virkan þátt í foreldrastarfi yngri flokka félagsins, t.d. fararstjórnum auk hefðbundinna flokksstarfa.  Guðný hefur hlotið silfurmerki Þróttar fyrir störf sín.