Gunnar Kristinn Gunnarsson, 1950 -, æfði og lék með Þrótti upp alla flokka í handbolta og knattspyrnu. Hann sat í mörg ár í stjórn Handknattleiksdeildar og einnig í stjórn HSÍ 1980 – 1984 og síðan aftur 1987 – 1992. Þá var hann eftirlitsmaður hjá HSÍ til fjölda ára og einnig hjá EHF frá 1993 – 2018. Hann var varaformaður dómstóls EHF um árabil. Gunnar flutti til Vestmannaeyja og enginn sem það gerir getur látið golfið í friði og kom að því að honum var fengin forusta Golfklúbbs Vestmannaeyja sem hann gegndi um árabil auk þess að sitja í stjórn Golfsambands Íslands GSÍ. Gunnar hefur verið sæmdur gullmerkjum HSÍ, GSÍ, ÍSÍ og EHF. fyrir störf sín.