Gunnlaugur Hlynur Birgisson hefur gengið til liðs við Þrótt frá Víkingi og gert tveggja ára samning við félagið, þ.e. út keppnistímabilið 2021.  Gunnlaugur sem er 24 ára gamall er uppalinn í Breiðabliki en hann hefur leikið með Breiðablik, Víkingi Ó og Víkingi R í efstu deild auk þess sem hann hefur leikið 21 landsleik með yngri landsliðunum.  Hann var um tíma í herbúðum Club Brugge í Belgíu þar sem hann lék með vara – og unglingaliði félagsins þar til hann fór til baka í Breiðablik árið 2014.  Við bjóðum Gunnlaug velkominn í Dalinn, í hjartað í Reykjavík og hlökkum til samstarfsins á næstu tímabilum.

Lifi…..!

Hér innsiglar Gunnlaugur samninginn með Braga Skaftasyni, stjórnarmanni Knattspyrnudeildar Þróttar.