1924385_469294643213378_4839173824765317024_n3 flokkur karla fór til Akureyrar á laugardag og spilaði þar við Þór og KA í milliriðli forkeppni 3fl.
Strákarnir stóðu sig frábærlega og lögðu bæði liðin.
Fyrri leikurinn var gegn Þór og fóru strákarnir ansi hægt af stað og voru lentir undir 4-0 strax í byrjun og síðan 6-2 en eftir það vöknuðu Þróttarar og jöfnuðu fyrir hálfleik 8-8. Strax í byrjun seinni hálfleiks náðu Þróttarar forystunni og héldu henni út leikinn.
40 mínútum seinna hófst leikurinn við KA sem var úrslitaleikur um sæti i efstu deild, þar sem að KA hafði unnið Þór deginum áður. Þróttarar byrjuðu af miklu krafti og náðu fljótlega góðri forystu en í KA menn minnkuðu muninn í 6-7 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þróttarar skoruðu tvö síðustu mörkin í hálfleiknum og staðan því 6-9 í hálfleik. Þróttarar komu svo grimmir út í seinni hálfleikinn og tóku öll völd á vellinum og stóðu að lokum upp sem sigurvegarar 16-24 og munu því spila í efstu deildinni í 3fl. í vetur.

Glæsilegur árangur hjá strákunum og þjálfurum þeirra.

Það er gaman að geta þess að í vetur eigum við Þróttarar tvo flokka sem leika í efstu deild en það eru ásamt 3.flokki karla, 4.flokkur kvenna. Það verður því gaman að fylgjast með liðunum okkar spila gegn sterkustu liðum landsins.

LIFI Þróttur!