Þróttur heldur jólaball miðvikudaginn 28. desember kl. 16.00 – 18:00 í  veislusal Þróttar.  Allir eru velkomnir.  Dansað verður í kringum jólatréð og mun Þróttarinn góðkunni Halldór Gylfason sjá um jólalögin eins og honum er einum lagið. Við eigum svo von á að jólasveinninn komi í heimsókn með góðgæti handa börnunum. Einnig verður jólabingó og munu fyrirliðar Þróttar í MFL karla og kvenna Hallur og Kristrún sjá um stjórnina. Glæsilegir vinningar. Boðið verður upp á svala handa börnunum.

Miðaverð er kr. 500 á barn (frítt fyrir foreldra sem og afa og ömmu).