Handknattleiksdeild Þróttar – starf vetrararins

Handknattleiksdeild Þróttar – starf vetrararins

þátttaka foreldra afgerandi

Fundur þriðjudaginn 20. september kl 18:00 í félagshúsi Þróttar

 

Til foreldra og forráðamanna barna og unglinga í yngriflokkum handknattleiksdeild Þróttar.

Sjá æfingartíma, nöfn og netföng þjálfara eftir flokkum á æfingatöflu sem hér er að nálgast hér:

https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Flestir flokkar eru með facebook-hóp þar sem miðlað er upplýsingum frá þjálfurum.

Fundur þriðjudaginn 20. september, kl 18:00. Láta vita ef þú kemst ekki:

Haldinn verður fundur með foreldrum/forráðamönnum þriðjudaginn 20. september klukkan 18:00 í félagshúsi Þróttar í Laugardal.  Gert er ráð fyrir að minnst eitt foreldri eða forráðamaður komi fyrir hvern iðkanda. Vinsamlegast látið þjálfara vita ef engin kemst á þessum tíma.

 

Á fundinum verður farið yfir starf vetrarins og þar með talið þátttöku foreldra og forráðamanna.

Okkur þykir sérstaklega mikilvægt nú í upphafi starfsins að foreldrar og forráðamenn hittist og ræði við okkur og sín á milli um starfið í vetur. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að lenda í mikilli vinnu og ef góð þátttaka næst í hverjum flokki ætti þetta fyrst og fremst að vera ánægjulegt.

Byrjaðar verður á því að fara almennt yfir starf vetrarins en síðan verður fundinum skipt upp eftir flokkum og foreldrar og forráðamenn geta þá rætt við þjálfara um starfið. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði ekki lengri en einn klukkutími.

 

Ekki verður hægt að taka þátt í mótum án þátttöku foreldra og forráðamanna:

Reynslan hefur sýnst að ef ekki næst góð þátttaka foreldra og forráðamanna í upphafi tímabils hefur reynst erfitt að ná henni upp þegar liðið er á tímabilið. Í ljósi þessarar reynslu hefur verið ákveðið að ef sú staða kemur upp í einhverjum flokki að þátttaka foreldra og forráðamanna sé mjög lítil þá verði sá flokkur ekki skráður á mót.

 

Æfingar fallla ekki niður þótt Laugardalshöllin sé upptekin – mætingarskylda iðkenda á æfingar:

Því miður er það vandamál að Laugardalshöllin er annað slagið upptekin á æfingartímum. Ákveðið hefur verið að í vetur verði æfingar ekki felldar niður þegar þetta gerist heldur færðar annað og verði kannski með öðrum hætti, t.d. þrek og styrktaræfingar. Ætlast er til að iðkendur mæti á allar æfingar en tilkynni forföll til þjálfara ef með þarf.

 

Iðkendur fá ókeypis á heimaleiki meistaraflokks og eru hvattir til að mæta:

Bjartsýni ríkir um gott gengi meistaraflokks Þróttar í 1. deild karla og stuðningur við liði er mikilvægur til ná tilsettum árangi, að komast upp í úrvalsdeild (Olísdeild). Iðkendur munu fá ókeypis inn á alla heimaleiki meistaraflokks í Laugardalshöllinni og óskað eftir að þeir mæti til að hvetja en ekki síður til að styrkja samheldni hópsins og efla skilning þeirra á handbolta. Foreldrar og forráðamenn eru að sjálfsögðu einnig hvattir til að mæta.

 

Sjáumst á fundinum.

Bestu kveðjur

Þjálfarar

Handknattleiksdeild Þróttar

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Þróttar