Næstkomandi miðvikudag, 19.október verður skólamótið í handbolta haldið með pompi og prakt í Laugardalshöll. Allir nemendur í grunnskólum hverfisins eru hvattir til þess að búa til lið með sínum bekkjarsystkynum og vinum. Reynt verður að spila kynjaskipt en ef fjöldi næst ekki þá verður spilað blandað. Spilað er eftir flokkakerfi handboltans og í hverjum flokki eru ávallt tveir árgangar.

7.flokkur (3. og 4.bekkur)

6.flokkur (5. og 6.bekkur)

5.flokkur (7. og 8.bekkur)

4.flokkur (9. og 10.bekkur)

Það eina sem þarf að gera er að hóa saman í lið og mæta. Hér að neðan má sjá tímasetningar á mótunum.

5-6 bekkur kl. 16:00

3-4 bekkur kl. 17:30

7-8 bekkur kl. 18:30

9-10 bekkur kl. 20:30

 

Koma svo hverjir eru bestir ???

Langholtsskóli-Laugarnesskóli-Laugalækjarskóli-Vogaskóli