3.flokkur karla eða U19 hefur undanfarna daga tekið þátt í handboltamótinu Granollers Cup á Spáni. Skemmst er frá því að segja að okkar menn enduðu í öðru sæti í sínum riðli en liðið tapaði einum leik í riðlinum og var það gegn Sænska liðinu Ystad sem hafnaði svo í efsta sætinu.

Okkar menn komust áfram í 16-liða úrslit mótsins en þurftu að lúta í lægra haldi gegn heimamönnum í Granollers 14-13. Sigurmark Spánverjanna kom úr aukakasti þegar leiktíminn var útrunninn. Súrt tap en engu að síður hafa strákarnir staðið sig frábærlega á þessu sterka móti.

Vel gert strákar!

LIFI ÞRÓTTUR