Um helgina voru yngstu flokkarnir á fleygiferð á mótum á víð og dreif um borgina

7. flokkur kvenna var með 1 lið á Ákamóti HK og voru þar margar stúlkur að spreyta sig á sínu fyrsta handboltamóti. Leikgleðin og stemmingin skein langar leiðir úr augum stúlknanna

7. flokkur karla var með 2 lið á Ákamóti HK og spiluðu drengirnir vel og sýndu miklar framfarir á milli leikja

6. flokkur karla, eldra ár spilaðu í KR heimilinu og voru með 2 lið. Lið 1 unnu sína deild og lið 2 sýndu lipra takta

Að lokum var eldra ár 5. flokks karla að spila í Strandgötu og var róðurinn þungur hjá þeim sem var þó vitað fyrirfram þar sem í liðið vantaði 2 lykilmenn vegna meiðsla. Aðrir stigu þó upp og sýndu aukna ábyrgð og fengu þeir þar dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim á næstu mótum

Allt saman eru þetta frábærir fulltrúar handboltans í Þrótti og er framtíðin björt í Laugardalnum

  • Ásta ,

    Dóttir mín hefur áhuga á að prófa handboltann. Get ég einhvers staðar séð æfingatímann hjá stelpunum? Hún er í 5. bekk.

    %d bloggers like this: