Á myndinni eru Bogi Pétursson Sölustjóri Heimili Fasteignasölu og Ótthar Edvardsson Framkvæmdarstjóri Þróttar.

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning á milli Heimili fasteignasölu og Þróttar og gildir sá samningur út árið 2020.

Með samningnum verður Heimili einn stærsti styrktaraðili Þróttar en kjarni samstarfsins og meginforsenda er að með stuðningi Heimilis verði Þrótti unnt að halda áfram að byggja upp öflugt

íþrótta- og félagsstarf í Laugardalshverfinu ásamt því að tryggja að barna og unglingastarf félagsins dafni.

Þetta er sérstaklega ánægjuleg tíðindi nú á 70 ára afmæli þróttar því Heimili fasteignasala hefur um árabil verið styrktaraðili Þróttar með einum eða öðrum hætti og er til fyrirmyndar að fyrirtæki í nærumhverfi félagsins leggi lið við uppbyggingu og reksturs

öflugrar samfélagsþjónustu við íbúa hverfisins ekki síður en uppbyggingu afreksstarfs allra deilda Þróttar.

Þróttarar fagna öflugri aðkomu fyrirtækins að félaginu og Heimili er nú Þróttara sem líta bjartsýnum augum á jákvætt samstarf um komandi ár.  Lifi…..!