Þrátt fyrir að enn sem komið er hafi engin tilmæli komið frá heilbrigðisyfirvöldum varðandi frestun á samkomum hefur Knattspyrnudeild Þróttar gripið til þeirra varúðarráðstafana vegna útbreiðslu kórónaveirunnar að fresta Herrakvöldi Þróttar sem fyrirhugað var laugardaginn 14.mars n.k. um óákveðinn tíma.  Þeir sem hafa þegar pantað miða og áhugasamir eru beðnir velvirðingar á þessum ráðstöfunum en þess jafnframt óskað að allir sýni þessu skilning í ljósi mikilvægis þess að við tökum höndum saman um að reyna að loka á eða seinka smitleiðum veirunnar, ekki síst í því umhverfi sem íþróttafélögin búa í.  Breytt dagsetning verður tilkynnt fljótlega.