Knattspyrnudeild Þróttar og Hinrik Harðarson, sem fæddur er árið 2004, hafa undirritað leikmannasamning sem gildir út keppnistímabilið 2021 eða næstu tvo keppnistímabil.  Hinrik hefur gengt lykilhlutverki í 3.flokki undanfarið og var m.a. markahæsti leikmaðurinn C-deildarinnar í fyrrasumar þar sem hann skoraði 22 mörk í 14 leikjum auk þess að skora 2 mörk í 7 leikjum með 2.flokki og ljóst að stutt er í að hann láti að sér kveða með meistaraflokki félagsins.

Hann hefur verið tíður á úrtaksæfingum yngri landsliða undanfarin ár og mikið gleðiefni að hann sé nú samningsbundinn félaginu næstu tímabil.

Lifi……!