Hrafnhildur Brynjófsdóttir, 1970 -,

Hrafnhildur Brynjófsdóttir, 1970 -, ólst upp á Hvammstanga og gekk menntaveginn norður á Akureyri. Síðar settist hún að í Efstasundinu og þar mynduðust tengsl hennar við Þrótt. Elsta dóttir hennar, Eldey, hóf að iðka blak hjá félaginu árið 2009 og myndaðist fljótt öflugur hópur í kringum hana sem samanstóð að mestu leyti af vinahópi úr Langholtsskóla. Á þessum árum var barna- og unglingastarf deildarinnar smátt í sniðum og raunar ekki til nein sjálfstæð barna- og unglinganefnd. Hrafnhildur skipaði sér snemma í forystusveit foreldra sem aðstoðaði við að halda utan um starfið. Á næstu árum bættust yngri dætur Hrafnhildar við, tvíburar Katla og Hekla, og átti ‏Hrafnhildur því hlutfallslega stóran þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Þegar kom að því að stofna formlega nefnd var hún sjálfkjörinn formaður.

Undir forystu Hrafnhildar stækkaði barna- og unglingastarfið til muna og einkenndi mikil forsjá rekstur nefndarinnar. Árið 2019 tók hún svo við sem formaður blakdeildar Þróttar, en á því ári voru allir formenn deilda félagsins konur.

Sjálf er hún liðtækur blakari, og hefur lengst af keppt undir merkjum Lansans, sem var upphaflega stofnað af konum sem störfuðu hjá Landspítalanum.

Hrafnhildur hefur hlotið silfurmerki Þróttar og Blaksambandsins.

Jafnframt fagnar hún merkum tímamótum föstudaginn 5. júní næst komandi.