2 flokkur kvenna deildarmeistarar

Stelpurnar í 2. flokki tryggðu sér sigur í B-deild með því að leggja Grindavík að velli 6-1, 29.ágúst. Sannarlega glæsilegt sumar þar sem 5 leikir unnust í deildinni, tveir fóru jafntefli og enginn tapaðist.

Eins og komið hefur fram leiddu Grótta/KR og Þróttur saman hesta sína í 2. flokknum og er óhætt að segja að það samstarf hafi borið góðan árangur. Stelpurnar æfðu hver hjá sínu félagi en komu svo saman í leiki og stóðu sig frábærlega, töpuðu aðeins einum leik en það var í bikarnum á móti Þór/KA á Akureyri.

Guðjón Kristinsson stýrði 2. flokknum í sumar en þeir Magnús Örn Helgason og Alexandre Massot stýrðu einum leik hvor.

Við óskum Gróttu/KR/Þróttar stelpum innilega til hamingju með glæsilegan sigur í B-deild Íslandsmótsins!