Stúlkurnar í 5.flokki í liði 2 urðu í dag Íslandsmeistarar með góðum sigri á Breiðablik í úrslitaleik 3-0.  Stelpurnar eru búnar að standa sig gríðarlega vel í sumar, unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni um síðustu helgi og lönduðu svo titlinum heim í dalinn með þessari frábæru frammistöðu í dag.  Á myndinni eru stelpurnar með bikarinn góða ásamt þjálfurum sínum, þeim Guðrúnu Þóru Elfar og Gabríelu Jónsdóttur.  Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn stelpur!  Lifi…..!