ÍTR-LOGOÁ hverju ári veita Reykjavíkurborg og ÍTR börnum og unglingum 6-18 ára, styrk fyrir frístundastarfi svo framarlega sem þau hafi lögheimili í Reykjavík.

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að styrkurinn fyrnist um áramót og því mikilvægt að nýta hann áður en nýtt ár gengur í garð ætli fólk sér að gera það á annað borð.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að nýta sér styrkinn en hann er hægt að nýta til að greiða æfingagjöld.

Styrknum er ráðstafað í gegnum Rafræna Reykjavík.