Sæl öllsömul,

Hægt er að skrá barnið sitt á Arionbanka-mótið með því að skrifa athugasemd við þessa færslu þar sem fram kemur fullt nafn og fæðingarár barns . Vinsamlega gangið frá skráningunni sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir 7. ágúst.

Mótið verður haldið helgina 15.-16. ágúst en mótsfyrirkomulag er svipað og á VÍS-mótinu. Þ.e.a.s. Við spilum annan daginn og annað hvort fyrir eða eftir hádegi (það skýrist vonandi fljótlega). Mótsgjald er 2.500 krónur og innifalið er verðlaunapeningur og glaðningur.

Nánari upplýsingar um mótið munu birtast hér á síðunni er nær dregur.

Við minnum svo alla á að ganga frá skráningu í fótboltann í gegnum: https://trottur.felog.is/

Kv. Þjálfarar8flvis