Heil og sæl öllsömul og takk fyrir síðast!

Við vonum að þið hafið öll skemmt ykkur vel á VÍS-mótinu um helgina. Við þjálfararnir gerðum það svo sannarlega.

Á sunnudaginn verður síðasta helgaræfingin okkar í bili. 2010 og 2011 strákar æfa kl. 10-11, 2009 strákar 11-12 og allar stelpur kl. 12-13 að vanda.

Frá og með næstu viku breytast svo æfingatímarnir okkar og æfingar flokksins færast yfir á „Suðurlandsbrautarvöll“, sem er grasvöllur fyrir ofan Húsdýragarðinn og við hliðina á Laugardalshöll.

Æfingar verða þá sem hér segir:

Þriðjudagar:

Stúlkur kl. 16:30-17:30

Drengir kl.17:30-18:30

Fimmtudagar:

Öll börn kl.17:30-18:30.

Það er í boði að mæta annað hvort einu sinni eða tvisvar í viku. Það fer bara eftir hverjum og einum einstaklingi hvað hentar.

Sjáumst hress á sunnudaginn og eigum svo gott fótboltasumar saman!

Kv. Þjálfarar