Á hverju ári heldur Þróttur ReyCup, stórt alþjóðlegt knattspyrnumót fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna. Á meðan mótinu stendur er Laugardalurinn undirlagður af fótboltaunglingum og því gefum við sumarfrí frá æfingum 8.flokks frá 20. júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi. Við byrjum aftur af krafti þriðjudaginn 4. ágúst.

Svo er annað mikilvægt mál á dagskrá en skráningu í flokkinn er ábótavant. Við viljum biðja þá forráðamenn sem eiga eftir að skrá barnið sitt í fótboltann um að ganga frá því sem fyrst. Það er hægt í gegnum slóðina: https://trottur.felog.is/ eða með því að hafa samband við Jakob Leó íþróttastjóra í gegnum netfangið jakob@trottur.is eða í síma 580-5902.

Að lokum má nefna að við ætlum að taka þátt í Arion-banka móti Víkings helgina 15.-16. ágúst. Mótsfyrirkomulag er svipað og á VÍS-mótinu. Þ.e.a.s. við spilum annan daginn, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Mótsgjald er 2.500 krónur og innifalið er verðlaunapeningur og einhver glaðningur. Takið dagana frá ef þið getið. Við opnum fyrir skráningu í byrjun ágúst.

Kveðja,

Þjálfarar