Álfhildur Rósa framlengir

Það er alltaf mikið ánægjuefni fyrir Þróttara þegar efnilegir leikmenn undirrita samninga við félagið. Í gær framlengdi Álfhildur Rósa Kjartansdóttir samning sem gildir út næstu leiktíð. Álfhildur Rósa spilaði fjóra leiki í fyrra með meistaraflokki og skoraði eitt mark.

Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks kvenna, segist mjög ánægður með þessi tíðindi. „Álfhildur er afskaplega spennandi leikmaður, sem er stöðugt að bæta sig. Við lítum á hana sem lykilleikmann í framtíðarliði Þróttar og hún á vonandi eftir að vera sem lengst hjá okkur!“