Árni Þór Jakobsson og Þróttur hafa framlengt samning sín á milli og er leikmaðurinn nú samningsbundinn félaginu út keppnistímabilið 2021.  Árni, sem fæddur er árið 1995, er uppalinn Þróttari og á að baki um 40 leiki með félaginu í deild og bikar en hann hefur jafnframt leikið með KV og ÍR.  Það er mikið gleðiefni að þessi mikli Þróttari hafi framlengt samning sinn við félagið og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs á næstu keppnitímabilum.

Lifi…..!