Aron Lloyd Green skrifar undir tveggja ára samning við Þrótt.

Miðjumaðurinn Aron Lloyd Green hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Aron sem er uppalinn hjá FH kom á láni til Þróttar í fyrra og stóð sig með prýði en hann lék bæði stöðu miðjumanns sem og vinstri bakvörð. Sumarið 2013 var Aron á láni hjá HK en hann á að baki 21 leik fyrir Þrótt í deild og bikar og skoraði í þeim leikjum 2 mörk. Nú skiptir Aron hinsvegar alfarið yfir í Þrótt sem eru gleðitíðindi fyrir okkur Þróttara.

Við Þróttarar lýsum yfir ánægju okkar með þessi tíðindi og væntum áfram mikils af Aroni.