Aron Þórður framlengir samning við Þrótt

Aron Þórður Albertsson hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Þrótt og gildir samningur hans því út tímabilið 2018.

Aron Þórður gekk til liðs við félagið frá HK s.l. keppnistímabil, lék 13 leiki á tímabilinu í deild og bikar og skoraði 2 mörk.  Hann hefur leikið tvo U19 landsleiki og hefur undanfarið verið í æfingahóp Eyjólfs Sverrissonar hjá U21 landsliðs Íslands.  Undirritun nýs samnings við Aron Þórð er enn einn mikilvægur hluti þess að styrkja og styðja við hópinn fyrir komandi átök í Inkasso deildinni í sumar.

Lifi Þróttur!