ATH – Leikjum aflýst

Kæru foreldrar,

Eftir að það byrjaði að snjóa í gærkvöldi fórum við Eymi og þjálfari HK að hafa áhyggjur af veðrinu og aðstæðum á morgun. Við höfum allir fengið símtöl frá foreldrum sem leist ekki á blikuna. Það vill svo heppilega til að í hópi foreldra hjá okkur er veðurfræðingur sem rýndi í kortin og allt útlit er fyrir að bæði vallaraðstæður og veður verði okkur afar óhagstætt. Þar sem drengirnir eiga fyrst og fremst að hafa gaman af þessu þá var ákveðið í samráði við þjálfara HK að aflýsa leikjunum.

Það er þó engin ástæða til að örvænta því við stefnum á þátttöku í tveimur mótum á næstunni. Annars vegar sunnudaginn 17. febrúar í Fífunni og hins vegar sunnudaginn 3. mars í Kórnum. Við munum senda upplýsingar og biðja um skráningu á þessi mót í byrjun næstu viku.

Auðvitað erum við svekktir að þurfa aflýsa leikjunum en teljum að þessi ákvörðun sé fyrir bestu og vonum að allir séu sáttir við hana.
Sjáumst á mánudaginn

Kv.
Þjálfarar