Átt þú notaða fótboltaskó sem þú vilt gefa?

Nú leitum við til Þróttara sem eiga notaða fótboltaskó sem þeir vilja gefa til nota fyrir yngri iðkendur félagsins.

Fjölmargir yngri iðkendur vilja mæta á fótboltaæfingar til að prufa og er dýrt fyrir foreldra/forráðamenn að kaupa nýja skó ef viðkomandi iðkandi hættir svo eftir stuttan tíma.  Einhverjir luma kannski á skóm sem börn þeirra eru hætt að nota og gætu nýst í þessum tilgangi, þ.e. til láns fyrir unga iðkendur sem vilja mæta á æfingar til prufu.  Notuðum fótboltaskóm yrði safnað saman á skrifstofu félagsins og deilt til þeirra sem kunna að hafa not fyrir þá.  Ef þið eigið fótboltaskó sem börn ykkar eru hætt að nota og þið vildum koma í notkun fyrir aðra þá tökum við á móti þeim á skrifstofu Þróttar.