Aukaæfing, vetrarfrí o.fl.

Jó jó jó.

Held að ég sé ekki að fara með vitleysu þegar ég segi velkomnir allir (nema Kristján) í vetrarleyfi 🙂 Ljúft að geyma bækurnar í nokkra daga. Það verður samt æfing á morgun, föstudag fyrir þá sem verða lausir. Svo frí laug, sun, mán og svo fer allt í gang aftur á þriðjudaginn. En svona lítur þetta þá út hjá okkur:

– Fim 18:  Frí.

– Fös 19:  Æfing – Allir – Gervigrasið – kl.17:30 (geymum súkkulaðimótið aðeins).

– Laug 20:  Frí (sófinn: tottenham v chelsea í hádeginu – koma svo Gylfi).

– Sun 21:  Frí (upplagt að sigra Esjuna, ef það er skyggni)!

– Mán 22:  Frí (kílómeter í lauginni, lágmark)!

– Þrið 23:  Eldra árið: Æfing kl.18:00 – Gervigras   +   Yngra ár: Æfingaleikur v Mfl kvk – Mæting kl.19:30 upp í Egilshöll.

Yes, eins og kom fram í gær þá voru Stefán Jóhann og Vilhjálmur Kaldal valdir í úrtakshópa hjá U17 og U16, og í dag bættist Egill Gauti við úrtakshóp U17. Við óskum strákunum góðs gengis en æfingarnar verða um komandi helgi.

Akademían fer svo í gang eftir helgi og vonum við að þeir leikmenn sem voru valdir klári sína skráningu og nýti sér þetta boð. Seinna verður opin akademía í boði, en einnig fara séræfingar í gang.

Er að vinna í að geta sett upplýsingar hér á hægri „kantinn“ á síðunni. Hlýtur að fara detta inn. Það styttist svo í foreldrafundinn, Bond, æfingaleik nr.2 og fyrsta leik í Rvk mótinu.

En hafið það annars rosa gott – verðum í bandi,

Þjálfarar