Birkir Þór Guðmundsson í Þrótt

Birkir sem verður tvítugur á árinu á að baki 44 leiki í deild og bikar fyrir Aftureldingu, og hann hefur leikið 3 U16, 3 U17 og 1 U19 leiki fyrir Íslands hönd,

það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga miðjumanni í okkar fallega búning.

Gregg Ryder, þjálfari meistaraflokks karla, segir frábært að hafa fengið þennan efnilega leikmann til liðsins, hann hefur þrátt fyrir ungan aldur fína reynslu, bæði hjá Aftureldingu og í landsleikjum fyrir Íslands hönd,ég er sannfærður um að hjá okkur geti hann tekið næsta skref og við hjálpað honum að verða sá gæðaleikmaður sem hann hefur klárlega hæfileika í að verða, hann hefur frábært viðhorf og það hjálpar, framtíðin er björt í hjartanu í  Reykjavík“

Lifi þróttur