Brynja Björg Kristjánsdóttir skrifar undir samning.

Það er mikið ánægjuefni að hin efnilega Brynja Björg Kristjánsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við félagið, Brynja Björg sem fædd er árið 2000, er á yngsta ári 2 flokks, en hefur í vetur verið að æfa með meistaraflokk og fengið eldskýrn sína í leikjum.

Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks kvenna, segist mjög ánægður með þessi tíðindi. „Ég hreifst mjög af Brynju í leikjum 3 flokks síðasta  sumar, hún hefur haldið áfram að bæta sinn leik og átt mjög gott undirbúningstímabil hingað til, hún hefur mikinn leikskilning þrátt fyrir ungan aldur og er verður spennandi að vinna með henni áfram, framtíðin er björt í hjartanu í  Reykjavík“

Lifi þróttur