Eins og kunnugt er skiptir dómgæsla miklu máli í leikjum yngri flokka sem og annars staðar,  en á síðasta ári voru leiknir á Íslandsmóti um 200 leikir á vallarsvæði Þróttar (auk þessa fjölmargir leikir á Rey Cup og VÍS móti)  þar sem félagið útvegaði dómara.  Oftar en ekki var því miður verið að bjarga dómurum á síðustu stundu í sumum leikjum og er ljóst að við verðum í sameiningu að reyna að vinna betur að málum þannig að skipulag sé á niðurröðun dómara og við útvegum dómara við hæfi til þess að dæma leiki hjá ungum iðkendum.

Við leitum nú til áhugasamra foreldra/forráðamanna og annarra Þróttara um að kynna sér betur dómgæslu þannig að mögulegt sé að leita til þeirra til að dæma örfáa leiki sumarið 2017, því fleiri sem tilbúnir eru því færri leikir á hvern aðila.  Okkur stendur til boða að haldið verði stutt dómaranámskeið á vegum KSÍ í húsakynnum Þróttar á næstunni, tekur stutta stund, aðeins eina kvöldstund og eftir slíkt námskeið hefðu þátttakendur réttindi til þess að dæma leiki í yngri aldursflokkum.

Foreldrar/forráðamenn og Þróttarar almennt eru hvattir til þess að sýna þessu áhuga og taka þátt í að bæta enn starf félagsins, því eins og áður sagði eru málefni dómgæslunnar mikilvægur hluti af uppeldi og þjálfun í knattspyrnu.  Þeir sem hefðu áhuga á að mæta á slíkt námskeið og dæma nokkra leiki í framhaldinu næsta sumar eru vinsamlegast beðnir um að vera í sambandi við íþróttastjóra Þróttar í netfangið thorir@trottur.is

Ef þátttaka næst verður haldið námskeið nú fyrir jól, líklega í miðri viku eftir kl. 19:00 og yrði búið um kl. 21:00.