Formaður knattspyrnudeildar FH, Valdimar Svavarsson kom færandi hendi með blómvönd og góðar kveðjur í tilefni 70 ára afmælis Þróttar fyrir leik kvennaliðanna á Eimskipsvellinum í gærkvöldi.
Leiknum lauk með góðum sigri Þróttar 2-0 sem tryggði sér þar með sigur í Inkassodeildinni í sumar.  Formaður knattspyrnudeildar Þróttar, Dagný Gunnarsdóttir, tók við blómum og kveðjum fyrir hönd félagsins.  Við þökkum FH fyrir leikinn og hlýjar kveðjur.