Hæfileikamót N1 og KSÍ 2016 drengja

Valinn var hópur drengja til þáttöku í hæfileikamóti N1 og KSÍ, sem fór í Kórnum dagana 23.september-25.september,

Undanfarið hefur Halldór Björnsson sem stýrir þessu verkefni, ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Í þennan hóp voru valdir Adrían Baarregaard Valencia og Baldur Hannes Stefánsson, komust okkar drengir vel frá þessu verkefni.

Lifi Þróttur