Hæfileikamót N1 og KSÍ 2016 stúlkna

Valdinn hefur verið hópur stúlkna til þáttöku í hæfileikamóti N1 og KSÍ, sem fram fer í Kórnum dagana 30.september-2.október,

Undanfarið hefur Halldór Björnsson sem stýrir þessu verkefni, ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Í þennan hóp voru valdar Sara Júlíusdóttir og Magdalena Matsdóttir, til hamingju með valið stúlkur og gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur