„Heitavatnslaust í Laugardalshöll og félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag

Vegna framkvæmda við Engjaveg fyrir framan Laugardalshöllina og félagsheimili Þróttar, þarf að taka tímabundið af heita vatnið. Ekkert heitt vatn verður aðgengilegt í Höllinni né í félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag, milli kl. 8:30-17:00.

Iðkendur á æfingum hjá Þrótti í Laugardalshöll og á gervigrasvelli Þróttar á morgun geta því ekki notað sturtur í búningsklefum til kl. 17:00 og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að taka tillit til þess.“