Hreinn Ingi semur til tveggja ára

Varnarmaðurinn Hreinn Ingi Örnólfsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Þrótt. Hinn 24 ára gamli Hreinn Ingi á að baki 66 leiki fyrir Þrótt og hefur skorað í þeim 2 mörk.

„Hreinn Ingi spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni á nýliðnu tímabili og er augljóslega mikilvægur hlekkur í hópnum okkar. Hann hefur farið mjög vaxandi sem miðvörður undanfarin ár og ég vænti þess að hann haldi áfram að þroskast og bæta sig næsta sumar. Við hugum nú að grunnviðum félagsins og byggjum upp til framtíðar,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar.

„Hreinn Ingi hefur verið hjá okkur frá 14 ára aldri og er því löngu orðinn heimamaður hérna í hjartanu í Reykjavík. Við brosum út að eyrum í Laugardalnum í hvert skipti sem við fáum tækifæri til að tryggja okkur þjónustu heimamanna til framtíðar. Þetta er afar ánægjulegt,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar.