Jólahappdrætti 2016, framlengdur skilafrestur

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest miða, Skila þarf inn óseldum miðum og peningum fyrir seldum miðum á skrifstofu félagsins í síðasta lagi 28. desember (ath 1.000 kr. af hverjum seldum miða því iðkandinn heldur eftir 500 kr. sem sölulaunum).

Hið árlega jólahappdrætti Þróttar er ein mikilvægasta fjáröflun sem félagið ræðst í á hverju ári. Líkt og áður fer sala fram með þeim hætti að hver iðkandi fær með sér að lágmarki tíu miða sem hann/hún á að selja. Hver miði kostar 1.500 krónur. Hver iðkandi heldur eftir 500 krónum af þeirri upphæð sem sölu­launum en 1.000 krónur af hverjum miða renna til Þróttar.

Í gegnum tíðina hefur happdrættissalan verið kjörin leið til að safna fé fyrir mótakostnaði, æfingagjöldum eða þeim keppnisferðum sem framundan eru næsta sumar.

Dregið verður í happdrættinu þann 30 desember og einungis verður dregið úr seldum miðum. Því eru vinningsmöguleikar gríðarlega miklir.

Tveir söluhæstu iðkendurnir í hverjum flokki verða settir í pott og geta átt möguleika á að vinna kr. 20.000 gjafabréf frá Hummel umboðinu.  Nálgast má fleiri miða á skrifstofu Þróttar.

Vinningaskrá og númerin verða birt á www.trottur.is

 

Með Jóla- og Þróttarkveðju.