Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir yfirþjálfara í fullt starf.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúnn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla og þjálfaramenntun skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með Þrótti að uppbyggingu yngri flokka í knattspyrnu.

Hæfniskröfur:

– Frumkvæði og sjálfstæði

– Almenn tölvufærni

– Reynsla af sambærilegu starfi kostur

– Þjálfaramenntun

– Hreint sakavottorð

Annað:

Umsóknarfrestur er til 31.október 2016. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Þóri Hákonarsson Íþróttastjóra Þróttar thorir@trottur.is