Kynningarátak á stúlknastarfinu okkar í fótboltanum.

Við í Þrótti erum að fara af stað í fyrramálið, föstudaginn 14.okt, með kynningarátak fyrir skólana þrjá í hverfinu okkar, á stúlknastarfinu okkar í fótboltanum.

Tímabilið sem þær mæta í fyrramálið er frá kl:9:00 -12:30 og munu allt að 540 stúlkur leggja leið sína til okkar á gervigrasið í Þrótti. Allt er þetta gert í von um að stúlknastarfið okkar verði sem blómlegast á komandi misserum.

Allt er tilbúið til að taka á móti stúlkunum úr 1-6 bekk skólanna þriggja (Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla) og mun Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna mæta og hjálpa til ásamt fleirum sjálfboðaliðum,einnig mun Halldór Björnsson frá KSÍ koma og þjálfa með okkur.

En til að vera ekki undirmönnuð í fyrramálið vantar okkur enn nokkra aðila til að manna vellina til að stýra MJÖG einföldum æfingum undir dyggri stjórn okkar frábæru þjálfara.

Ef þið hafið áhuga, eigið lausan tíma og finnst gaman að aðstoða og síðast en ekki síst ef það býr leint þjálfaragen í ykkur,endilega setjið nafnið ykkur hér í athugasemdarkerfið við þessa færslu, því fleiri sem við erum því léttara verður þetta fyrir okkur að láta þetta ganga liðlegast fyrir sig.

Lifi Þróttur