Nokkrir fulltrúar Oldboys-Lávarðar afhentu félaginu nýtt og öflugt hljóðkerfi fyrir gervigrasvöllinn. Um er að ræða fjóra nýja hátalara, magnara, mixer og míkrófón.

Félagið þakkar þessum síungu leikmönnum félagsins fyrir þessa góðu gjafir, sem munu örugglega hjálpa til við tryggja góða stemmingu í stúkunni í allt sumar.