Ágúst Tómasson, Jóhann Páll Sigurðarson og Bragi Skaftason, leikmenn Oldboys Þróttar, afhentu nýverið Gregg Ryder ferðastyrk að upphæð 150 þús krónur. Meistaraflokkur karla er nú að safna fyrir æfingaferð til Spánar í apríl, sem er liður í undirbúningi fyrir komandi átök í Pepsí-deildinni. Meistaraflokkur þakkar Oldboys kærlega fyrir stuðninginn.