Markmannsþjálfari allra aldursflokka til Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar hefur undirritað samning við markmannsþjálfarann Jamie Brassington sem tekur við markmannsþjálfun allra aldursflokka hjá félaginu.  Jamie er fæddur árið 1991, og hefur starfað sem yfirþjálfari markmanna í afreksmótun hjá Colchester og Burton Albion en hann er með UEFA B próf í knattspyrnuþjálfun og hefur lokið markmannsþjálfaragráðum hjá enska knattspyrnusambandinu auk þess að vera styrktarþjálfari.

Gert er ráð fyrir að Jamie hefji störf í lok mars og þá verði skipulag æfinga gefið út en gerður var samningur til tveggja ára.  Miklar vonir eru bundnar við ráðninguna og bjóðum við Jamie velkominn til starfa í hjarta Reykjavíkur,

lifi Þróttur!