Meiðsla- og ástandsskimun fer fram þessa dagana.

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara stendur fyrir meiðsla – og ástandsskimun þessa dagana og óhætt er að segja að eftirspurn hefur verið töluverð, um 60 leikmenn yngri flokka hafa nýtt sér þetta og staðið sig vel, hraustir iðkendur almennt í mjög góðu formi.

En markmiðið með þessari skimun er að fá betri yfirsýn yfir iðkendur yngri flokka, hagnýtar upplýsingar fyrir þjálfara,iðkendur og forráðamenn, og möguleg úrræði til meiðslafyrirbyggingar.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Valgeiri Einarssyni sem jafnframt tekur á móti skráningum á netfanginu  valgeir.mantyla@gmail.com

Á myndinni sést Þorbjörn Ari Magnússon leikmaður 2 flokks karla taka á því.